3.4.2008 | 14:05
AFMÆLI - AFMÆLI
Magnea Gná dóttir vor er ellefu ára í dag. Það ríkti mikil gleði í morgunsárið er hún tók upp pakkann frá Gunnu "ömmu" og Magnúsi "afa". Þar voru ný spariföt og "tonn" af sælgæti sem fóru strax í vörslu heimilsföðurins þar til haldið verður upp á afmælið um helgina. Yngismærin fór síðan í sparidressinu í skólann - vonum að hún skjálfi ekki úr kulda þar sem hún skírðist við að fara í gammosíur yfir sokkabuxurnar. Eilítið örlaði nú á afprýðisemi Þorsteinu Þallar við hin flottu föt en hún á afmæli von bráðar og getur því haldið í vonina. Salvör Sól hin 10 mánaða sólargeisli brosti bara við þessu öllu að vanda og smellti í góm sem er það nýjasta sem hún gerir þessa daganna en stóra systir er fjarri skólanum í Reykjavík.
Athugasemdir
Til hamingju frænka með afmælið - hlakka til að sjá ykkur næst þegar við bröltum vestur!
Heida (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.