Færsluflokkur: Bloggar

Þú ert það sem þú hugsar

Fór á fræðslufund hjá Heilsubænum í Bolungarvík um Jákvætt hugarfar en erindið flutti Guðjón Bergmann. Þetta var áhugaverður fyrirlestur sem fjallaði um að til þess að vera jákvæður þarf maður að hugsa lausnamiðað. Þ.e. hætta að láta reka á reiðanum eða kenna öðrum um það sem miður fer hjá sjálfum sér og samfélaginu. Jákvæðni var skilgreind sem hegðun og hugsun um að leita leiða til að takast á við vandamál og verkefni.

 Eitt af því sem Guðjón bent á það sem háir oft fólk sem hefur annars getu til að taka á við hlutina er að athygli eða einbeitni skortir. Hann nefndi sem dæmi að sé td.d. 15 cm breiður planki lagður á gólfið og við spurð hvort við treystum okku til að ganga yfir hann án þess að detta út fyrir segðu flest okkar já og gerðum það svo áfallalaust. Ef þessi sami planki væri hífður í 10 m hæð. Hver treysti sér það til að ganga yfir hann?. Enginn?? Hann sagði að sama geta eða líkamlega færnin væri til staðar til að ganga yfir plankann en við værum búin að missa athyglina á verkefninu - að ganga yfir plankann - og værum orðin upptekin af ytri aðstæðum eins og hæðinni í þessu tilviki. Þess vegna væri gott að hugleiða á hverjum degi um eitthvað einfalt til þess að æfa sig í að halda einbeitingunni og rónni. Hann ræddi einnig um mikilvægi þess að hugsa jákvætt um sjálfan sig og iðka jákvætt sjálfstal og sagði frá sögu um einhverja konu sem léti illar tungur sem vind um eyri þjóta því að hún hefði örugglega sagt eitthvað verra um sjálfa sig einhvern tíman. Mannfólkinu hætti til að vera of hart við sjálft sig og tala neikvætt til sín. Í sambandi við einbeitinguna nefnd Guðjón dæmi um árekstur eða nærri árekstur. Oft yrðu slysin alvarlegri því að fólk væri svo upptekið af verstu mögulegu niðurstöðu t.d. að klessa á staurinn í stað þess að leggja alla hugsun í og einbeita sér að halda sér á veginum sem er takmarkið en láta ekki staurinn verða að aðaatriði hugsunarinnar - þá væri vís leið að hitta hann fyrir.

Þá ræddi Guðjón um mikilvægi þess að gefast ekki upp þó eitthvað fari úrskeiðist og hlutirnir tækjust ekki í fyrstu tilraun. Hann sagði frá reykinganámskeiðum sem hann hefur haldið í þessu sambandi og kom með dæmisögu af ungum börnum sem eru að byrja að ganga. Sama hvað það gengur illa og kosti grát og gnístan fara þau alltaf að stað aftur. Við reynum ekki að stoppa þau af við að reyna að læra að ganga - eða tölum úr þeim kjarkinn - þannig ættum við sjálf að reyna að ná takmarki okkar og hætta að tala okkur niður. Hann sagði líka að ef við værum stödd í hóp þar sem mikil neikvæðni ríkti ættum við bara að forða okkur - því að við breyttum ekki fólki eða ytri aðstæðum en kjarninn var að við réðum yfir hugsunum okkar sbr. æðruleysisbænina:

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.

Vefsíða Guðjóns er : http://gbergmann.is/default.php

 


AFMÆLI - AFMÆLI

Magnea Gná dóttir vor er ellefu ára í dag. Það ríkti mikil gleði í morgunsárið er hún tók upp pakkann frá Gunnu "ömmu" og Magnúsi "afa". Þar voru ný spariföt og "tonn" af sælgæti sem fóru strax í vörslu heimilsföðurins þar til haldið verður upp á afmælið um helgina. Yngismærin fór síðan í sparidressinu í skólann - vonum að hún skjálfi ekki úr kulda þar sem hún skírðist við að fara í gammosíur yfir sokkabuxurnar. Eilítið örlaði nú á afprýðisemi Þorsteinu Þallar við hin flottu föt en hún á afmæli von bráðar og getur því haldið í vonina. Salvör Sól hin 10 mánaða sólargeisli brosti bara við þessu öllu að vanda og smellti í góm sem er það nýjasta sem hún gerir þessa daganna en stóra systir er fjarri skólanum í Reykjavík. Smile

Andúð á andans manni

Ég er harmi slegin. Ofsóknirnar gagnvart Hannesi bróður mínum vaða uppi eina ferðina enn. Það er óhugnanlegt að horfa upp á hvernig einstakir einstaklingar nánast froðufella af illgirni og andúð vegna Hannesar sem hefur verið málsvari frelsisins í íslensku samfélagi. Nú er að honum og tjáningarfrelsinu vegið og í krafti fjármagns er gerð tilraun til að þagga niður í honum með illgjörnum og óvægnum hætti. Í umræðunni horfir maður á fullorðna einstaklinga missa sig í rætin ummæli og illgjörn skrif uppfull af andúð eða hatri. Ég velti því fyrir mér af hverju þessar sterku tilfinningar koma upp jafnvel hjá fólki sem hefur aldrei hitt manninn eða átt við hann orðasklipti. Í wikipediu er orðinu hatri lýst sem sterkri andúðartilfinningu í garð einhvers sem og fordómum gagnvart ákveðnum hópum fólks sem oft lýsa sér í formi t.d. kynþáttahaturs. Þarf fólk ekki að fara hugsa sinn gang ef slíkar tilfinngar gera vart við sig. Getur uppspretta andúðarinnar verið af því að Hannes hefur verið ótrauður að halda skoðunum sínum á lofti sem þessir einstaklingar eru ósammála en fara halloka í orðræðunni og rökfærslunni fyrir orðsnilld bróður míns. Hannes er andans maður og hefur ótrauður reynt að ryðja braut frelsis til athafna og tjáningar og hefur ætíð varið rétt einstaklinga til að hafa aðrar og allt aðrar skoðanir en hann sjálfur aðhyllist. En frelsi til tjáningar á ekkert skylt við þær sjálskipuðu aftökusveitir sem nú spretta upp til þess að stunda persónuníð og réttlætir ekki ofsóknir gagnvart einum manni.  Aðfarir sem þessar eiga ekkert skylt við skynsemi og einkennast fremur af eineltistilburðum vegna illskiljanlegrar andúðar. Það verður að segjast að svona umræða hálf skelfir mann vegna illskunnar sem þar birtist. Það hefur aldrei verið auðvelt starf að ryðja brautina og berjast fyrir frelsi og réttlæti en það er sorglegt að sjá fullorðið fólk birta hatursfullar níðgreinar um aðra í samfélaginu er færni og rök skortir til að taka þátt í málefnalegri umræðu. Hér eru áhugaverð úttekt Salvarar systur okkar á skrifum einstakra aðila um bróður minn: http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/493329/

 


Grafalvarlegt gengi

Það er grafalvarlegt þetta með gengið. Íslenska krónan er að veikjast og við skælingjarnir sem ætlum að leita okur þekkingar á evrópskri grund súpum seiðið af því - því verðið fýkur upp. Sýnist að evran hafi hækkað um einar 10 krónur síðan ég var að' veltast með verð í febrúar. Svona er þróunin á evrunni á vef Landsbankans. Það er líka grafalvarlegt gengi Íslands ef námsmenn sjá ekkert vit í að flytja til Íslands vegna þess að vinnutíminn er svo langur, dagvistun svo dýr og húsnæðiskostnaður upp úr öllu valdi sbr. þessa frétt: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/07/ekkert_vit_i_ad_flytja_til_islands/

Chart


Sálfræðilegir samningar

Ég var á námskeiði í dag um starfsmannaviðtöl sem var ágætt. Ég minntist þá stjórnunarámskeiðs sem ég fór á fyrir tveimur árum tæpum í Lublin í Póllandi. Þar var nokkur umræða um sálfræðilega samninga við starfsfólk. Sá ýmislegt sem getur verið áhugavert í þessu sambandi: http://www.thekkingarmidlun.is/template23244.asp?pageid=4096&newsid=6110

http://www.trigger.is/HI/TRJ-MAUS-2005-SS.pdf

http://www.vidskipti.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/swdocument/1001190/III.hluti.ppt

http://www.bifrost.is/Files/Skra_0015236.pdf

http://www.focal.is/FOCAL/hvk/WebGuard.nsf/Attachment/glærur%20gylfi/$file/glærur%20gylfi.pdf

http://www.skjalastjornun.is/wb/media/26Mannaudsstjornun.ppt

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=9673

Ræddum um sérkenni íslensks vinnumarkaða s.s. starfsgildi og launakjör þar sem einstaklingar í ábyrgðarstöðum fengju greitt í samræmiu við ábyrgð en bæru hana sjaldnast þegar á hólminn væri komið og um árangurstengd ofurlaun sem væri þó ekki tengd árangri???


Fyrir framtíð dætranna

Ég hef áhyggjur. Hef reyndar haft þær lengi því að veröldin er ekki tilbúin fyrir dætur mínar. Stúlkur og konur hafa ekki sömu tækifæri og drengir og karlar til vinnu og valda. Það er endalaust ofbeldi gegn konum andlegt og líkamlegt. Ég finn til eftir hvern Kastljóstíma þegar sagðar eru sögur kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ég er samt þakklát og stolt yfir því að vera kona á Íslandi þar sem konur láta til sín taka á vinnumarkaði og í stjórnmálum en halda áfram að uppfylla jörðina og beita sér fyrir því að bæta hag kvenna eins og Unifem og Zontakonur gera þessa daganna og glæsilegri fiðrildagöngu í kvöld þar sem vængjatif fjölmargra fiðrilda hefur áhrif á "veðrið" í öðrum löndum.  Eftir að hafa alið fimm dætur í þennan heim finnst mér ég vera ábyrg fyrir því að reyna að leggja mitt af mörkum til að gera búsetu dætra minni á "Hótel Jörð" betri. Cogito ergo feminista sum - ÉG HUGSA ÞESS VEGNA ER ÉG FEMINISTI. Skilgreiningin á feminista er: feministi er sá sem sér að jafnrétti hefur ekki verið náð og er tilbúinn að gera eitthvað í því. Mér finnst jafnrétti líka réttlætismál fyrir verðandi tengdasyni. Að þeir þurfi að hafa minni áhyggjur af brauðstritinu og geti óttalaust verið heima með börnum sínum eins og maðurinn minn nú sem sér um börn og bú á meðan ég starfa utan heimilisins. Ég hef líka áhyggjur af forvali í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Mér finnst skrítið að Bandaríkjamenn taki lítt þekktan karlmann fram yfir reynslumikla, stórgáfaða og velmenntaða konu. Ekki að mér lítist eitthvað illa á hinn frambjóðandann hjá demókrötum heldur það að það veldur mér áhyggjum hve kvenfrelsisbaráttan er skammt á veg komin. Ég tel að það sé mikilvægt að Hillary Clinton verði forsetaframbjóðandi og forseti. Það er nauðsynlegt að konur skipi valdastöður til að ryðja braut jafnréttis. Ég var á ráðstefnu (Women and democracy) þar sem Hillary talaði fyrir mörgum árum. ÞAr leyndi sér ekki að þar var kona á ferð sem vann sína heimavinnu og væri afar skörp. Ég gef henni því mitt atkvæði í anda - af þvi að hún hefur það sem þarf í svona embætti og er afar frambærileg en ekki síst af því að hún er kona - fyrir dætur mínar og þínar http://www.youtube.com/watch?v=l9z-Aatd0wA

Supporters of Hillary Clinton celebrate the projected Ohio election returns at Clinton's election night rally.


Lappadans á Listasumri í Súðavík


<object width="425" height="350"> <param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/0VqCQqgpdUE"> </param> <embed src="http://www.youtube.com/v/0VqCQqgpdUE" type="application/x-shockwave-flash" width="425" height="350"> </embed> </object>

Við fjölskyldan tókum þátt í listasumri í Súðavík. Þar var ýmislegt um að vera m.a. dansaður lappadans úti guðsgrænni náttúrunni. Lappadansinn er skemmtilegur í hópleik og er þannig að stjórnandinn spyr hvort að þið hafið dansað lappadans með hendur á nefi. Ef ekki segir hópurinn nei og þá er dansaður lappadans með hendur á nefi (sjá video)


Ástarvikuverðlaunin

Loveweek2Við Salvör Sól og systur hennar tókum á móti viðurkenningu og verðlaunum í dag vegna ávaxta ástarviku síðasta árs. Við fengum meðal annars þrjár stærðir af barnabílstólum til láns frá VÍS, gjafainneign hjá BabySam og árs áskrift af tímaritinu Uppeldi. Hér er frétt frá Stöð 2 þar sem tekið var viðtal við mig með litlu Söllu Sól. Annars nutum við veðurblíðunnar í Bolungarvík í dag í húsi gleðinnar, Einarshúsi, og skrifuðum ástarvikukort til ástvina okkar. Nú á að grilla hamborgara úti á palli fyrir bændur og húskarla InLove


Nýtt blogg

Nú gafst ég upp fyrir Moggablogginu og færði mig yfir á það til þess að geta með einföldu móti gert athugasemdir við aðra. Fyrsti Moggabloggdagurinn byrjaði með sterkum sólargeislum inn um gluggann enda brakandi blíða og allir sem vettlingi geta valdið í heyskap á mínum bæ. Annars hefur helgin að mestu farið í heimsóknir til Súðavíkur á Listasumar http://www.netheimar.com/listasumar/ og í dag byrjar Ástarvikan í Bolungarvík http://bolungarvik.is/userfiles/file/astarvika2007/astarvika2007_dagskra.pdf. Ég á ástarvikubarn þ.e. hana Salvoru Sól sem fæddist þann 18. maí s.l. sannkallaðan sólargeisla. Hér er vísun í myndaband systur minnar Salvarar Kristjönu er nafna hennar Salvör Sól var skírð núna í júní: http://salvor.blog.is/blog/salvor/video/1579/ Hér er mynd sem Ragna Magnúsar tík af okkur í Einarshúsi (Húsi gleðinnar í Bolungarvík) s.l. föstudag þ.e. mér Guðrúnu Stellu og þremur af fimm dætrum (röð á mynd Magnea Gná, Guðrún Stella, Salvör Sól og Ásta Björg) en sú litla er ástarvikubarnið!

 

Salvör Sól í Húsi gleðinnar (Einarshúsi) í Bolungarvík


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband