Fyrir framtíð dætranna

Ég hef áhyggjur. Hef reyndar haft þær lengi því að veröldin er ekki tilbúin fyrir dætur mínar. Stúlkur og konur hafa ekki sömu tækifæri og drengir og karlar til vinnu og valda. Það er endalaust ofbeldi gegn konum andlegt og líkamlegt. Ég finn til eftir hvern Kastljóstíma þegar sagðar eru sögur kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ég er samt þakklát og stolt yfir því að vera kona á Íslandi þar sem konur láta til sín taka á vinnumarkaði og í stjórnmálum en halda áfram að uppfylla jörðina og beita sér fyrir því að bæta hag kvenna eins og Unifem og Zontakonur gera þessa daganna og glæsilegri fiðrildagöngu í kvöld þar sem vængjatif fjölmargra fiðrilda hefur áhrif á "veðrið" í öðrum löndum.  Eftir að hafa alið fimm dætur í þennan heim finnst mér ég vera ábyrg fyrir því að reyna að leggja mitt af mörkum til að gera búsetu dætra minni á "Hótel Jörð" betri. Cogito ergo feminista sum - ÉG HUGSA ÞESS VEGNA ER ÉG FEMINISTI. Skilgreiningin á feminista er: feministi er sá sem sér að jafnrétti hefur ekki verið náð og er tilbúinn að gera eitthvað í því. Mér finnst jafnrétti líka réttlætismál fyrir verðandi tengdasyni. Að þeir þurfi að hafa minni áhyggjur af brauðstritinu og geti óttalaust verið heima með börnum sínum eins og maðurinn minn nú sem sér um börn og bú á meðan ég starfa utan heimilisins. Ég hef líka áhyggjur af forvali í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Mér finnst skrítið að Bandaríkjamenn taki lítt þekktan karlmann fram yfir reynslumikla, stórgáfaða og velmenntaða konu. Ekki að mér lítist eitthvað illa á hinn frambjóðandann hjá demókrötum heldur það að það veldur mér áhyggjum hve kvenfrelsisbaráttan er skammt á veg komin. Ég tel að það sé mikilvægt að Hillary Clinton verði forsetaframbjóðandi og forseti. Það er nauðsynlegt að konur skipi valdastöður til að ryðja braut jafnréttis. Ég var á ráðstefnu (Women and democracy) þar sem Hillary talaði fyrir mörgum árum. ÞAr leyndi sér ekki að þar var kona á ferð sem vann sína heimavinnu og væri afar skörp. Ég gef henni því mitt atkvæði í anda - af þvi að hún hefur það sem þarf í svona embætti og er afar frambærileg en ekki síst af því að hún er kona - fyrir dætur mínar og þínar http://www.youtube.com/watch?v=l9z-Aatd0wA

Supporters of Hillary Clinton celebrate the projected Ohio election returns at Clinton's election night rally.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband